21.07.17

Góðgerðargolfmót Eldeyjar 2017

Góðgerðargolfmót Eldeyjar 2017
Góðgerðargolfmótið var haldið í níunda sinn 15. júni síðastliðinn. Eins og undanfarin ár rennur allur ágóði af mótinu til Ljóssins. Sigurvegarar voru þau Tómas Hallgrímsson og Ragnheiður Sigurðardóttir sem kepptu fyrir Sóma.

Meira


12.04.17

Hjálmaafhending

Hjálmaafhending
 Kiwanishreyfingin á Íslandi hefur um árabil, í samvinnu við Eimskip, afhent öllum 7 ára börnum á landinu reiðhjólahjálma. Eldey sér um dreifingu hjálma í Kópavogi og fyrsta afhending í ár var í Snælandsskóla 5. apríl. Þar voru á ferð Sævar Hlöðversson, forseti Eldeyjar, Eyjólfur Guðmundsson og Ingólfur Arnar Steindórsson.

Meira


18.03.17

Eldey heimsækir Búrfell

Eldey heimsækir Búrfell
 Eldey heimsótti Búrfell á Selfossi og hélt með þeim sameiginlegan fund 15. mars.  Eldeyjarfélagar fjölmenntu í rútu og áttu góðan fund með Búrfellsmönnum.  Ræðumaður var séra Kristján Björnsson, sóknarprestur í Eyrarbakkaprestakalli. Góður fundur með góðum Kiwanisfélögum.

Meira


01.03.17

Enn fjölgar hjá Eldey

Enn fjölgar hjá Eldey
Á fundi þann 1. mars voru teknir inn 2 nýjir félagar, Einar Ársæll Hrafnsson og Ásgeir Sæmundsson. Arnór L Pálsson og Guðlaugur Kristjánsson stýrðu inntöku því Sævar Hlöðversson, forseti, var meðmælandi ásamt Sigurjóni Þór Sigurjónssyni.  Á fundinum fengu líka 2 félagar, þeir Arnarldur Mar Bjarnason og Þorsteinn Arthursson viðurkenningu fyrir 25 ára starf í Kiwanis.

Meira


18.12.16

Fullt hús á jólaballi Eldeyjar 2016.

Fullt hús á jólaballi Eldeyjar 2016.
 Það var mikið sungið og dansað með jólasveininum sem leit óvænt við.  Jólasveinninn sýndi spenntum börnum ótrúleg töfrabrögð og deildi síðan út gjöfum.  Vel heppnaður dagur Kiwanisfjölskyldunar í Kópavogi!

Meira