Kiwanisklúbburinn Eldey

Eldey

Hjálmar afhentir

Það var fallegur hópur krakka sem tóku við hjálmum fimmtudaginn síðastliðinn, 7. maí, á Rútstúni í Kópavogi.

Um þessar mundir fara fram afhendingar Kiwanisfélaga á hjálmum til grunnskólabarna. Þetta er án efa eitt af skemmtilegustu verkefnunum sem við sinnum.

Eldey styrkir Ljósið

Kiwanisklúbburinn Eldey, Kópavogi, afhenti Ljósinu, föstudaginn 6. desember 2019, styrk að verðmæti tvær milljónir króna. Var þetta afrakstur af tveimur góðgerðargolfmótum sem leikin hafa verið á hverju ári.

Mótin hafa alltaf verið haldin á Leirdalsvelli, sem er völlur Golfklúbbs Kópavogs og Garðabæjar. Golfklúbburinn hefur alla tíð stutt við mótið m.a. með afslætti á vallargjaldi og aðstoð við mótahaldið.

Í ár var ellefta árið sem mótið var haldið og hefur allur ágóði af mótinu síðustu ára runnið til Ljóssins. þá hefur Eldey einnig verið með svokallaða Eldeyjar óskabrunna sem eru staðsettir á fjölförnum stöðum og hafa þeir verið að safna peningum til Ljóssins.

Hvað er Kiwanis?

Kiwanis er alheimssamtök sjálfboðaliða sem hafa að markmiði að bæta heiminn með þjónustu í þágu barna.

Kiwanis er alþjóðleg þjónustuhreyfing manna og kvenna, sem hafa áhuga á að taka virkan þátt í að bæta samfélagið, og láta gott af sér leiða.  Í samstarfi fá þessir aðilar áorkað því sem einstaklingar geta ekki einir. Frjálst samstarf gerir þeim kleift að vinna að alþjóðlegum verkefnum innan hinnar alþjóðlegu hreyfingar.

Þeir vinna einnig að umbótum á landsvísu.  Ekki síst vinna þeir að mannúðar og framfaramálum sem horfa til heilla fyrir bæjarfélag þeirra, sem opinberir aðilar annað hvort vilja ekki eða geta ekki sinnt.  Þannig verða þeir leiðandi aðilar í sínu byggðarlagi.

Sem dæmi má nefna aðstoð við ungt fólk eða aldrað, náttúruvernd, þróun félagslegrar aðstöðu og eflingu vináttu og skilnings milli manna og þjóða.  En hvert svo sem markmið Kiwanisfélaga er, er þeim öllum sameiginlegur þjónustuviljinn og löngunin til að eignast góða félaga innan klúbbsins síns og Kiwanishreyfingarinnar.

Kiwanisklúbburinn Eldey er hluti af umdæminu Ísland – Færeyjar. Nánari upplýsingar má sjá á síðu kiwanis.is