Kiwanisklúbburinn Eldey

Eldey

Umdæmisþing Kiwanisumdæmisins Ísland-Færeyjar 2019

Umdæmisþing er nú haldið í annað skiptið í Hafnarfirði og nú undir stjórn Eyþórs Einarssonar Umdæmisstjóra. Þetta þing verður án efa árangursríkt, skemmtilegt og glæsilegt í alla staði undir ötulli stjórn Eyþórs.

Þingið fer fram á Ásvöllum, þar fer líka fram Umdæmisstjórnarfundur á föstudagsmorgninum, svo og öll fræðsla og fundur Tryggingasjóðs, sjá nánar í dagskrá þingsins.
Þingið verður sett í Ástjarnarkirkju og hefst athöfnin kl. 20:30 á föstudagskvöldinu og að setningarathöfninni lokinni verður „Opið hús“ á Ásvöllum og þar fer einnig fram galaballið, gaman væri nú að endurvekja galastemminguna sem var á árum áður.

Það er enginn vafi á að helgin 20.-21. september 2019 verður mjög árangursrík og skemmtileg fyrir Kiwanisfélaga og maka.

Makaferð er áætluð á laugardeginum ef næg þátttaka færst.

Tilkynna þarf þátttöku sem allra fyrst eða eigi síðar en á föstudagskvöldinu 6. september, á netfangið thyrimarta@simnet.is

Sjáumst sem allra flest á 49. Umdæmisþingi Kiwanisumdæmisins Ísland-Færeyjar í Hafnarfirði.

 

Golfmót Eldeyjar 2019

Golfmót Eldeyjar 2019 fór fram í strekkingsvindi í Sandgerði sunnudaginn 18. ágúst. Keppt var í flokki Eldeyjarfélaga og einnig í gestaflokki. Efstu 3 í flokki gesta voru

  1. Ricardo Mario Vilalobos
  2. Jóhannes Þór Sigurðsson
  3. Bryndís Hinriksdóttir

Eyþór K. Einarsson er Eldeyjarmeistari 2019 en efstu 3 Eldeyjarfélagarnir voru

  1. Eyþór K. Einarsson
  2. Konráð Konráðsson
  3. Guðlaugur Kristjánsson

Hér má sjá myndir frá verðlaunaafhendingu

Hvað er Kiwanis?

Kiwanis er alheimssamtök sjálfboðaliða sem hafa að markmiði að bæta heiminn með þjónustu í þágu barna.

Kiwanis er alþjóðleg þjónustuhreyfing manna og kvenna, sem hafa áhuga á að taka virkan þátt í að bæta samfélagið, og láta gott af sér leiða.  Í samstarfi fá þessir aðilar áorkað því sem einstaklingar geta ekki einir. Frjálst samstarf gerir þeim kleift að vinna að alþjóðlegum verkefnum innan hinnar alþjóðlegu hreyfingar.

Þeir vinna einnig að umbótum á landsvísu.  Ekki síst vinna þeir að mannúðar og framfaramálum sem horfa til heilla fyrir bæjarfélag þeirra, sem opinberir aðilar annað hvort vilja ekki eða geta ekki sinnt.  Þannig verða þeir leiðandi aðilar í sínu byggðarlagi.

Sem dæmi má nefna aðstoð við ungt fólk eða aldrað, náttúruvernd, þróun félagslegrar aðstöðu og eflingu vináttu og skilnings milli manna og þjóða.  En hvert svo sem markmið Kiwanisfélaga er, er þeim öllum sameiginlegur þjónustuviljinn og löngunin til að eignast góða félaga innan klúbbsins síns og Kiwanishreyfingarinnar.

Kiwanisklúbburinn Eldey er hluti af umdæminu Ísland – Færeyjar. Nánari upplýsingar má sjá á síðu kiwanis.is