Umdæmisþing er nú haldið í annað skiptið í Hafnarfirði og nú undir stjórn Eyþórs Einarssonar Umdæmisstjóra. Þetta þing verður án efa árangursríkt, skemmtilegt og glæsilegt í alla staði undir ötulli stjórn Eyþórs.

Þingið fer fram á Ásvöllum, þar fer líka fram Umdæmisstjórnarfundur á föstudagsmorgninum, svo og öll fræðsla og fundur Tryggingasjóðs, sjá nánar í dagskrá þingsins.
Þingið verður sett í Ástjarnarkirkju og hefst athöfnin kl. 20:30 á föstudagskvöldinu og að setningarathöfninni lokinni verður „Opið hús“ á Ásvöllum og þar fer einnig fram galaballið, gaman væri nú að endurvekja galastemminguna sem var á árum áður.

Það er enginn vafi á að helgin 20.-21. september 2019 verður mjög árangursrík og skemmtileg fyrir Kiwanisfélaga og maka.

Makaferð er áætluð á laugardeginum ef næg þátttaka færst.

Tilkynna þarf þátttöku sem allra fyrst eða eigi síðar en á föstudagskvöldinu 6. september, á netfangið thyrimarta@simnet.is

Sjáumst sem allra flest á 49. Umdæmisþingi Kiwanisumdæmisins Ísland-Færeyjar í Hafnarfirði.